Málningarverslun Íslands - Malis

Málningarverslun Íslands (Malis) var stofnuð í febrúar 2014. Malis býður uppá úrval málningarefna til notkunar innan- og utanhúss á stein, tréverk og málma. Einnig á palla, grindverk og fleira. Einnig eru til flest þau efni og verkfæri sem notuð eru við málningarvinnu svo sem penslar, málningarrúllur, límbönd og margt fleira. Verslunin höfðar til allra þeirra sem þurfa á málningarvörum að halda bæði til fagmanna og leikmanna. Megin áhersla verður lögð á góða, persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf. Starfsmenn hafa áratuga reynslu af málarastörfum og sölu slíkra efna. Einnig áratuga reynslu af viðgerðar- og viðhaldsverkum húsa og öðrum mannvirkjum.

Helstu söluvörur okkar í málningu er íslensk útimálning framleidd af Útimálningu ehf. Teknos inni- og útimálning og Woodex viðarvarnarefnum. Áratuga reynsla er af öllum þessum efnum og hafa þau verið hér á markaði í 7 til 40 ár

Eigendur: Örn Helgason, Elísabet Hannam og Haukur Helgason.

Starfsmenn: Sigurður Vilhjálmsson, Örn Helgason og Haukur Helgason byggingartæknifræðingur.


Örn Helgason