Malis (S-26) málningarkerfið er framleitt af Útimálningu ehf. Um er að ræða efnabætta akrýlmálningu, þ.e. málningu með vatnsgrunni sem er auðveld í notkun og við þrif á áhöldum þarf einungis að nota hreint vatn.
Malis (S-26) málningarkerfið er sannkallaður veðurhjúpur og samanstendur af eftirfarandi þremur efnum:
Sérstaklega efnabætt þunnflótandi akrýlplastþeyta í lítilli vatnslausn á stein og timbur. Hefur afburða viðloðun og festu við undirlagið og myndar sterka bindingu við yfirlagið. Smýgur afar vel í gljúft yfirborð en ef undirlagið er þétt t.d. gömul málning verður límfilma eftir á yfirborðinu sem tryggir hámarks bindingu við yfirmálningu.
Undirlag skal vera hreint og þurrt. Ef um er að ræða múr- eða steypuviðgerða fleti er áríðandi að sú vinna sé vönduð. Áhrifaríkast til að ná hámarksendingu er að mála yfir bindigrunninn með Malis Þéttihúð og síðan með Malis Veðurkápu. Þurrktími: Um 2-4 klst. Þegar grunnurinn er þurr verður hann glær. Yfirmálun: Eftir 6 klst. Má standa án yfirmálunar í ár. Er einnig notaður án yfirmálunar. Þeking: 6-10 m2 /ltr. Hreinsun áhalda: Vatn strax að lokinni notkun. Áhöld: Pensill, rúlla eða sprauta. Þynning: Má þynna með vatni allt að 30% en það rýrir bindigetu.
Umbúðir: 1 – 5 – 10 ltr.
Akrýlfjölliða í vatnslausn sem myndar mjög teygjanlega og vatnshelda þekjuhúð. Hleypir raka greiðlega í gegn úr undirlagi og hefur góða öndun. Hentar afar vel á lóðrétta stein- og timburveggi. Einnig á lárétta fleti t.d. steypt þök, vatnsbretti o.fl. þar sem verjast þarf vatnsálagi. Hentar bæði á nýja steypu/múr og áður málaða fleti. Lokar minni sprungum.
Undirlag skal vera hreint og þurrt. Ef um er að ræða múr- eða steypuviðgerða fleti er áríðandi að sú vinna sé vönduð. Áhrifaríkast til að ná hámarksendingu er að mála yfir bindigrunninn með Malis Þéttihúð og síðan með Malis Veðurkápu. Þurrktími: Um 2-4 klst. Þegar grunnurinn er þurr verður hann glær. Yfirmálun: Eftir 6 klst. Má standa án yfirmálunar í ár. Er einnig notaður án yfirmálunar. Þeking: 6-10 m2 /ltr. Hreinsun áhalda: Vatn strax að lokinni notkun. Áhöld: Pensill, rúlla eða sprauta. Þynning: Ekki þynna.
Umbúðir: 1 – 5 – 10 ltr.
Efnabætt akrýlmálning í vatnslausn á stein- og timburveggi utanhúss. Hentar einnig vel á önnur efni og sem yfirmálun á áður málaða fleti. Hefur góða viðloðun, er teygjanleg og hefur ágæta öndun. Er vatnsþolin og vatnsfráhrindandi. Er sterk og hefur afar góða mótstöðu gegn öllu veðrunaráreiti og góða litheldni. Hefur einstaklega gott langtíma endingarþol.
Undirlag skal vera þurrt og hreint. Ómálaða og viðgerða fleti skal grunna með Malis Bindigrunni. Áhrifaríkast til að ná hámarksendingu er að mála yfir bindigrunninn með Malis Þéttihúð og síðan með Veðurkápu. Þurrktími: Um 2-3 klst. Yfirmálun: Eftir 6-8 klst. Þeking: 6-7m2 /ltr. Hreinsun áhalda: Vatn strax að lokinni notkun. Áhöld: Pensill, rúlla eða sprauta. Þynning: Ekki æskileg. Mælt er með að málaðar séu 2 umferðir.
Umbúðir: 1 – 5 – 10 ltr.
Er efnabætt akrýlmálning í vatnslausn, hálfgláandi og auðveld í notkun. Ætluð á málmfleti t.d. aluzink, bárujárn, ál og ýmsar klæðningar utanhúss þar sem veðrunáreiti er mikið. Má einnig nota á handrið, trefjaplast, timbur og áður málaða fleti. Hefur góða teygju, litheldni og bindst vel við undirlag hvort sem er við nýmálun eða endurmálun.
Undirlag skal vera þurrt og hreint. Olíu, fitu og önnur óhreinindi skal fjarlægja með hreinsiefnum og skola af með vatni. Áður ómálaða málmfleti skal grunna áður með Malis Ryðvarnagrunni. Við endurmálun skal hefðbundnum undirbúningi lokið. Mála skal tvær umferðir. Þurrktími: Snertiþurrt 1-3 klst. Yfirmálun: Eftir að lágmarki 5 klst. Þeking: 5 - 7 m2 /ltr. Hreinsun áhalda: Volgt vatn að lokinni notkun. Áhöld: Pensill, rúlla eða sprauta. Þynning: Þynnist ekki.
Umbúðir: 1 – 5 – 10 ltr.
Er leysiefnaþynnt lituð yfirborðshúð á stein/múr inni og úti þar sem gerðar eru miklar kröfur um slitstyrk, efna- og veðrunaráreiti. Hentar vel á t.d. svalir, tröppur og sundlaugargólf þar sem verjast þarf vatnsálagi. Hentar einnig vel á gólf í bílskýlum, verksmiðjum, verkstæðum, fiskvinnslu og víðar. Inniheldur sérvalin bindiefni, flýtur vel út og myndar hálfmatta húð sem heldur sér ágætlega.
Undirlag skal vera þurrt, hreint og laust við sementsefju. Nýjan stein akal grunna áður með Malis Bindigrunni. Áður málaða fleti skal hreinsa fitu og olíu með hreinsiefnum og skola vel. Matta yfirborð þar sem þess er þörf. Þurrktími: 1-3 klst. Yfirmálun: 4-10 klst. Þeking: 6-8 m2 /ltr. Hreinsun áhalda: Þynnir MALIS (S-26). Áhöld: Pensill, rúlla eða sprauta. Þynning: Má þynna lítillega. Inniheldur lífræn rokgjörn efni.
Umbúðir: 1 – 5 – 10 ltr.
Teflon bundin akrýlmálning með góðum gljáa ca 50%. Hentar vel á glugga og þakkanta. Má einnig nota á járn og stein. Lagað í öllum litum.
Grunnur fyrir járn undir alla málningu. Litir: Rautt og grænt.
Sprungufyllir sem er mjög gott þéttiefni í sprungur. Mjög auvelt í notkun. Fínni sprungur er mjög gott að pensla einfaldlega með Leka- og veðurvörn.
Er notað til að gera múr og steypu algjörlega veður- og vatnshelda. Þetta er hvorki silicon né silan og vegna einstakra eiginleika er hægt að nota það þar sem flest glær varnarefni verða ekki notuð. Í fyrsta lagi er Steinvörn algjörlega vatnshelt, en ekki eingöngu vatnsþolið. Steinvörn er meðal annars notað til þess að verja og fegra ómálaðar byggingar, stimplasteypu, útihurðapalla, tröppur, steinhellur, garðlaugar, o.þ.h.
Steinþéttir er algjör nýjung. Þetta er þunnt, glært og seigfljótandi efni, svipað sýrópi. Einkum notað til að þétta flísalagðar svalir. Efnið er nógu þunnfljótandi til þess að smjúga niður í fínar sprungur og þétta þær fljótt og örugglega. Ennfremur mjög gott til þess að þétta með niðurföllum á svölum.
Er þynnisbundin málning ætluð til málningar á götumerkingum, bílastæðum, kantsteinum ofl. Fáanleg í hvítu, gulu og bláum lit. Mjög fljót að þorna. Endingargóð.
Er sannkallað undraefni. Ef verið er að mála utandyra með málningu úr S-26 kerfinu og skyndilega er von á rigningu, þá nægir að úða efninu á blauta málninguna og rigningin hripar af, án þess að skola burtu málningunni. Save it hindrar á engan hátt viðloðun ef málað er yfir efnið.